Company Announcements

Sjóvá: Úthlutun kauprétta

Source: GlobeNewswire
Sjóvá: Úthlutun kauprétta

Á  aðalfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. („Sjóvá“ eða „félagið“), þann 7. mars 2024 var stjórn félagsins veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og gera á grundvelli hennar kaupréttarsamninga við allt starfsfólk Sjóvá. Kaupréttaráætlunin var staðfest af Skattinum þann 13. ágúst síðastliðinn.

Nú hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk í samræmi við samþykkta kaupréttaáætlun. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Sjóvá og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins og hluthafa þess.

Samkvæmt áætluninni öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hlut í félaginu fyrir allt að 1.500.000 kr. einu sinni á ári í þrjú ár, eftir birtingu níu mánaða uppgjörs árin 2025, 2026 og 2027, samtals fyrir allt að 4.500.000 krónur.

Kaupverð hlutanna er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins í kauphöll síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 18. september, eða 37,54 krónur á hvern hlut.

Alls gerðu 180 starfsmenn Sjóvá kaupréttarsamning sem ná til allt að 7.192.260 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Kaupréttaráætlun Sjóvá og viðskipti stjórnenda með framangreinda kauprétti má finna í meðfylgjandi skjölum.

Viðhengi